Um okkur
Fyrirtækið Kabul túlkaþjónusta leggur ávallt áherslu á trúnað, áreiðanleika og traust og kappkostar að vera í góðum tengslum við viðskiptavini og mannauð fyrirtækisins.
Kabul ehf. býður upp á túlkaþjónustu á yfir 35 tungumálum. Túlkaþjónustan hefur ávallt fagmennsku í fyrirrúmi og sérhæfir sína túlka á hverju sviði fyrir sig.
Fyrirtækið sérhæfir sig í túlkun á heilbrigðissviði og hafa fjölmargir af þeim túlkum sem eru á skrá hjá fyrirtækinu menntun á heilbrigðissviði s.s sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar. Túlkaþjónustan slf hefur einnig menntaða kennara sem sérhæfa sig í túlkunum á skólasviði sem og lögfræðing og laganema sem sérhæfa sig í túlkun í réttarvörslukerfinu, lögreglu- og útlendingastofnun og félagsstofnun. Stærsti hluti þeirra túlka sem er á skrá búa yfir meira en 5 ára reynslu. Á hverju ári tekur fyrirtækið inn nýliða í starfsstéttina og hljóta þeir einstaklingsmiðaða þjálfun áður en þeir hefja störf hjá fyrirtækinu.

